Skegg og skott fellur niður, aftur

Ekki ætlar þessi skollans veira að vera í liði með Ármönnum og því fellur fyrirhugað Skegg og skott sem vera átti mánudaginn 2. nóvember niður. Eins og staðan er í dag, þá er útlitið ekki bjart fyrir samkomur í Árósum næstu vikur en stjórn og húsnefnd taka stöðuna þegar að næsta viðburði dregur.

Sem fyrr eru félagsmenn hvattir til að kíkja inn á Fésbókarhópinum Ármenn – fyrir félaga eingöngu og setja þar inn efni eftir því verkast vill og hver veit nema einhverjir félagsmenn verði í beinni eða pósti einhverju skemmtilegu til afþreyingar á meðan við bíðum þess að geta komið saman í Árósum.

Leave a Reply