Skegg & skott fellur niður 9. og 16. nóvember og upplýsingar varðandi Hlíðarvatnsuppgjör 11. nóv.

Skegg og skott falla enn og aftur niður 9.  og 16. nóvember vegna veiruskrattans en ekki verður að hafa dagrá í Árósum fyrr en eftir þann 17. í fyrsta lagi. Vonandi fer nú að birta til í þessum sóttvarnamálum á næstunni en benda má á að þó við getum ekki hist til að hnýta saman í húsi eru ýmsar fjar(hnýti)fundalausnir til og reynt verður að koma á fjarhnýtingum eftir því sem við verður komið. Til stendur að reyna að koma Hlíðarvatnsuppgjörinu sem sett var á dagskrá 11. nóv. til skila til félagsmanna með einhverjum álíka aðferðum og félagsmenn eru hvattir til að fylgjast með facebook hópnum okkar sem og tilkynningum á heimasíðunni varðandi bæði hnýtingakvöldin og Hlíðarvatnsuppgjörið.

Leave a Reply