Fundarboð – almennur félagsfundur
Stjórn Ármann boðar til almenns félagsfundar um húsnæðismál félagsins kl.20:00 þann 11. desember 2020 í Árósum og í fjarfundi. Fjöldi fundarmanna í Árósum verður takmarkaður við gildandi sóttvarnarreglur á fundardegi en gerðar verða ráðstafanir til að félagsmenn geti með öruggum hætti tekið þátt í fundinum um fjarfundabúnað og greitt atkvæði sitt rafrænt.
Fyrir fundinum liggur að afla samþykkis félagsmanna á:
- Sölu Árósa, Dugguvogi 13
- Kaup á nýju húsnæði
Stjórn félagsins hefur samþykkt kauptilboð í Árósa með fyrirvara um samþykki löglega boðaðs félagsfundar skv. 10. og 14. gr. laga félagsins. Jafnframt hefur stjórn staðfest kauptilboð í nýtt húsnæði með sama fyrirvara.
Félagsmönnum hafa verið sendar nánari upplýsingar á tölvupósti og á Facebook hópi félagsmanna og eru þeir eindregið hvattir til að kynna sé það efni.
Reykjavík, 26. nóvember 2020,
f.h. stjórnar Ármanna
Kristján Friðriksson, formaður