Dagskrá í Árósum fellur niður fram að áramótum

Vegna framlenginga á sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda verðum við að fella niður þá viðburði sem til stóð að halda í Árósum fram til áramóta. Þeir atburðir sem eftir voru eru Skegg og skott 7. og 14. des ásamt aðventukvöldi sem til stóð að hafa 9. des. Þetta er að sjálfsögðu alveg grautfúlt en engu að síður það eina ábyrga að gera í stöðunni. Vonandi getum við bara komið tvíefld inn á nýju ári. Eins og fram hefur komið verður hægt að koma á fundinn sem haldinn verður 11. des vegna fasteignamála félagsins en þar verða viðhafðar fjöldatakmarkanir og sóttvarnir eins og lög og reglur gera ráð fyrir og félagsmenn eru hvattir að nýta sér heldur fjarfundabúnað ef kostur er.

Kv. Stjórnin

Leave a Reply