Nýir Árósar

Á fjölmennum félagsfundi þann 11. desember var samþykkt með 33 atkvæðum gegn engu að selja núverandi félagsheimili Ármanna að Dugguvogi 13. Tillaga stjórnar að kaupum á húsnæði að Hverafold 1-3 var jafnframt samþykkt með 33 atkvæðum gegn einu.

Það verður með ákveðnum söknuði að Dugguvogurinn verður kvaddur eftir mörg góð ár félagsmanna í Árósum, en fyrirhugaðar breytingar á hverfinu setja félagsheimili þar ákveðnar skorður og um nokkurt skeið hafa stjórnir félagsins haft augun opin fyrir nýju aðsetri.

Samsett mynd – skiltið er ekki komi upp

Hverafold 1-3 liggur vel við samgöngum, næg bílastæði eru við húsið og aðgengi beint inn af gangstétt þannig að ekki verður lengur um brattann stiga að fara fyrir félagsmenn. Á næstu vikum verður ákveðið í hvaða breytingar á húsnæðinu verður ráðist og flutningar skipulagðir. Gera má ráð fyrir að afhending þess fari fram nú fyrir hátíðar þar sem það er laust til afhendingar.

Það er von stjórnar að þetta nýja húsnæði Árósa verði félaginu og félagsstarfi þess til heilla um ókomin ár og félagar og gestir finni sig jafn velkomna þar eins og í Dugguvoginum.

Leave a Reply