Fiskirækt að Fjallabaki – 11. janúar kl 20:00

Gleðilegt nýtt veiðiár og vonandi hafa allir haft það sem best í jólakúlunni sinni yfir hátíðarnar. Enn eru á okkur margvíslegar takmarkanir vegna sóttvarna en við ætlum við að reyna að koma einhverri dagskrá af stað þó hún verði á netinu fyrst um sinn. Fyrsti dagskrárliðurinn á nýju ári verður umfjöllun um það starf sem við erum að vinna að Fjallabaki þar sem grisjun Löðmundarvatns hefur staðið yfir síðustu tvö sumur. Næstkomandi sumar er það síðasta sem Ármenn sömdu um að grisja vatnið og nokkuð ljóst er að við þurfum að spýta í lófana ef markmið þau sem við settum okkur eiga að nást. Á fundinum verður farið yfir leiðarlýsingu, veiðisögur, aflatölur og niðurstöður eftir síðasta sumar. Ég vil hvetja ykkur öll til að mæta á fundinn og kynna ykkur verkefnið og gefa álit á því og sérstaklega að nýjir meðlimir mæti til að kynna sér svæðið og verkefnið. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og tengill á hann verður settur inn á facebook hópinn Ármenn – fyrir félaga eingöngu

Kv. Stjórnin

Leave a Reply