F-in þrjú: Framboðsfrestur, Félagsgjöld og Framvatnafundur

Nú styttist óðum í 15. janúar en það er einmitt dagurinn sem framboðsfrestur til stjórnarsetu rennur út. Stjórn hefur þegar borist eitt framboð en betur má ef duga skal því tveir núverandi stjórnarmenn munu víkja úr stjórn á næsta aðalfundi. Þá rennur frestur til að skila tillögum til lagabreytinga út á sama tíma.
Ekki er úr vegi að minna á félagsgjöldin en eindagi þeirra er 21. janúar og greitt félagsgjald er forsenda þess að umsókn um veiðileyfi sé tekin gild.
Þá er rétt að fagna þeim áhuga sem félagsmenn sýndu því fiskiræktarstarfi sem félagið er með í gangi að fjallabaki en á fjórða tug félagsmanna sóttu netfund um verkefnið síðastliðið mánudagskvöld og miðað við allt sem fram kom þar er engin ástæða til annars en bjartsýni fyrir næsta sumar.

 

Leave a Reply