Aðstoð við umsóknir á netinu 20. janúar

Kæru félagar. Nú þegar umsóknarferlið til forúthlutunar í Hlíðarvatni stendur sem hæst vill stjórn bjóða fram aðstoð sína til félaga sem hafa ekki sótt um áður (og allra annarra félaga líka). Miðvikudagskvöldið 20. janúar frá kl. 20:00 til 22:00 mun Hjalti Hjartarson vera við tölvuna og leiðbeina meðlimum um hvernig hægt er að fá sem mest út úr umsóknum sínum og viljum við sérstaklega hvetja nýja Ármenn til að mæta og fá upplýsingar um hvernig umsóknarferlið virkar og hvað er vænlegast til árangurs. Tengill á fundinn verður settur á facebook síðuna okkar.

Kveðja, Stjórnin

Leave a Reply