Boðað er til 47. aðalfundar Ármanna í Árósum, Hverafold 1-3, miðvikudaginn 10. mars 2021 kl. 20:00 stundvíslega. Fyrirkomulag fundar er auglýst með fyrirvara um heimild skv. sóttvarnarreglum sem í gildi verða á fundardag.
Rétt til setu á aðalfundi, kosningarétt og kjörgengi hafa allir skuldlausir félagar. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Fundargerð síðasta fundar.
- Skýrsla formanns um starfsemi stjórnar og fastanefnda.
- Endurskoðaðir reikningar.
- Lagabreytingar.
- Ákvörðun árgjalds.
- Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs rann út þann 15. janúar. Þrenn framboð bárust til stjórnar og eitt til formanns. Úr stjórn ganga Hjalti G. Hjartarson sem setið hefur í stjórn í 6 ár og Kristján Friðriksson sem ekki gefur kost á sér til endurkjörs eftir 4 ár sem formaður. Aðrir stjórnarmenn eru á miðju kjörtímabili og ekki verður því kosið um þeirra sæti.
Frambjóðendur verða kynntir á heimasíðu félagsins á komandi dögum.
Engar tillögur að lagabreytingum bárust að þessu sinni.
Félagar eru hvattir til að mæta á aðalfund félagsins og taka þannig þátt í afgreiðslu mála og bera upp erindi og/eða fyrirspurnir undir liðnum Önnur mál.