Aðalfundur Ármanna – 10. mars

Boðað er til 47. aðalfundar Ármanna í Árósum, Hverafold 1-3, miðvikudaginn 10. mars 2021 kl. 20:00 stundvíslega. Fyrirkomulag fundar er auglýst með fyrirvara um heimild skv. sóttvarnarreglum sem í gildi verða á fundardag.

Rétt til setu á aðalfundi, kosningarétt og kjörgengi hafa allir skuldlausir félagar. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Fundargerð síðasta fundar.
  3. Skýrsla formanns um starfsemi stjórnar og fastanefnda.
  4. Endurskoðaðir reikningar.
  5. Lagabreytingar.
  6. Ákvörðun árgjalds.
  7. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
  8. Önnur mál.

Framboðsfrestur til stjórnarkjörs rann út þann 15. janúar. Þrenn framboð bárust til stjórnar og eitt til formanns. Úr stjórn ganga Hjalti G. Hjartarson sem setið hefur í stjórn í 6 ár og Kristján Friðriksson sem ekki gefur kost á sér til endurkjörs eftir 4 ár sem formaður. Aðrir stjórnarmenn eru á miðju kjörtímabili og ekki verður því kosið um þeirra sæti.

Frambjóðendur verða kynntir á heimasíðu félagsins á komandi dögum.

Engar tillögur að lagabreytingum bárust að þessu sinni.

Félagar eru hvattir til að mæta á aðalfund félagsins og taka þannig þátt í afgreiðslu mála og bera upp erindi og/eða fyrirspurnir undir liðnum Önnur mál.

Leave a Reply