Framboðskynning

Á 47. aðalfundi Ármanna verður kosið um tvö sæti í stjórn félagsins. Það er merki um öflugt félag að ekki verði sjálfkjörið í þau sæti sem losna í stjórn og því ber að fagna.

Annar frambjóðandinn sem kynntur er til sögunnar er Gunnar Smári Magnússon og án málalenginga gefum við honum orðið.

Ég heiti Gunnar Smári 48 ára húsasmiður og veiðidellu kall. Ég hef ákveðið að bjóða fram þjónustu mína í stjórn Ármanna ef það er áhugi fyrir því innan félagsins.

Mig langar aðeins að kynna mig og segja frá hvaðan ég kem og hvað ég stend fyrir.

Ég er alinn upp út á landi eða nánar tiltekið austur í Berufirði, þar kviknaði snemma þessi veiði fíkn sem hefur fylgt mér síðan. Ég var bara smápatti þegar ég man eftir mér að leggja silunga net í sjó og Fossá með afa mínum. Alla mína bernsku og fram á unglinga aldur sótti ég mikið í að veiða bæði í sjó og í ám. Svo kom smá tímabil sem ég helgaði mig annarskonar veiði skap sem endaði með því að ég fann réttu konuna sem ég er en giftur.

Eftir að ég flutti í borg óttans hef ég sótt mjög mikið í að komast út á land að veiða bæði með stöng og byssu.

2003 eignaðist ég mína fyrstu flugustöng sem var að gerðinni Jóakim‘s , en þessa stöng áttu Ármenn þátt í að þróa og flytja inn var mér sagt af söluaðilanum sem ráðlagði mér að fara með gripin og læra að kasta flug eins og maður. Hann benti mér á að ganga í Ármenn og læra af þeim allt í sambandi við fluguveiði sem ég gerði og sé ekki eftir því.

Ég gekk í Ármenn og skráði mig á námskeið þar sem ég hitti fyrir hann Stefán Bjarna Hjaltested, hann kenndi mér allt sem ég kann í þeirri list að kasta flugu og hefur það dugað mér mjög vel í gegnum tíðina. Þangað til í fyrra sumar þá fjárfesti ég mér í tvíhentu og strax í fyrstu ferð sá ég að þetta væri eitthvað sem þyrfti að fá aðstoð með, að sjálfsögðu hafði ég samband við Stefán og hann kenndi mér á einu kvöldi að kasta daginn eftir fór ég í Aðaldalinn og landaði mínum fyrsta laxi á tvíhentu.

Ég hef haft gaman að því að hnýta flugur og spá í þau fræði.

Ég á nokkra uppáhalds veiðistaði sem ég fer til veiðar á hvert sumar þeir eru t.d. Kvíslaveitur, Reyðarvatn, Þingvallarvatn, Heiðarvatn, Hraunsfjörður o.fl.

Ég hef brennandi áhuga á allri veiði og þar sem ég er nú kominn yfir að passa börn og hef loksins tíma fyrir sjálfan mig þá væri mér heiður að leggja hönd á plóg við störf innan félagsins.

 

Leave a Reply