Umsóknir afgreiddar

Nú er úthlutun umsókna í Hlíðarvatn lokið og vel flestar samþykktar umsóknir hafa verið senda í heimabanka umsækjenda. Einhverjar bíða þó greiðslu árgjalds og eru félagsmenn hvattir til þess að athuga hvort enn leynist ógreidd greiðslubeiðni í heimabankanum fyrir árgjöldum 2021 sem þarf að sinna áður en umsóknir eru sendar í heimabanka.

Greidd veiðileyfi í heimabanka gildir sem veiðileyfi.

Að þessu sinni voru öll met sleginn í fjölda umsókna. Umsóknir um þá 90 stangardaga sem við höfum til ráðstöfunar í maí voru 178 og kom sér þá vel að hafa punktakerfi umsókna og dag til vara á umsóknum. Stigahæstu umsóknirnar nutu forgangs en alls þurfti að færa 88 stangardaga sem lutu í lægra haldi í maí yfir á aðra mánuði. Eins og gengur, höfðu ekki allir tök á að færa sig til en þegar upp var staðið var 69 stangardögum af 81 tiltækum í júní úthlutað til félaga og 57 í öðrum mánuðum (júlí, ágúst og sept.)

Lausir dagar félagsins fara innan tíðar í almenna sölu á veida.is og eru Ármenn hvattir til að athuga þar með lausa daga um leið og þeim hefur borist afsláttarkóði Ármanna sem sendur verður út á næstu dögum.

Leave a Reply