Aðalfundur Ármanna 2021

Aðalfundur Ármanna 2021 var haldinn miðvikudagskvöldið 10. mars klukkan 20:00 í nýju húsnæði félagsins að Hverafold 1-3. Alls mættu 39 félagar, þar af 17 í gegnum fjarfundabúnað. Fundarstjóri var félagi #349 Svend Richter. Var þetta jafnframt fyrsti fundur í nýjum Árósum.

Fyrir fundinum lágu venjuleg aðalfundarstörf. Ritari #880 Sigurjón Þorvaldsson las upp fundargerð síðusta aðalfundar og fast á hæla hans fylgdi formaður #861 Kristján Friðriksson með skýrslu stjórnar og fastanefnda. Þá fór gjaldkeri #905 Jóhann Hannesson yfir reikninga félagsins og bent er á að félagið stendur vel eftir fasteignakaup og flutninga í nýtt húsnæði. Engar tillögur að lagabreytingum lágu fyrir fundinum. Ákveðið var að árgjald skyldi haldast óbreytt milli ára.

Úr stjórn félagsins gengu félagar #859 Hjalti Gautur Hjartarson og #861 Kristján Friðriksson og fá þeir þakkir fyrir allt það starf sem þeir hafa unnið fyrir félagið undanfarin ár. Í þeirra stað voru kjörnir félagar #895 Karl Alvarsson og #940 Eiður Ágúst Kristjánsson og eru þeir boðnir velkomnir til starfa fyrir félagið. Til formanns gaf einn kost á sér #822 Hjörtur Oddsson og var hann sjálfkjörinn.

Undir liðnum önnur mál tekur afhenti fráfarandi formaður nýkjörnum formanni lykla að öllum fasteignum félagsins og þakkaði fyrir sig. Nýkjörinn formaður tók til máls og ræddi þá fjölgun sem orðið hefur hjá félaginu undanfarið og að aðsókn í Hlíðarvatn hafi verið með ólíkindum. Þakkaði fráfarandi formanni og leysti hann út með gjöf.  Fulltrúi stjórnar í Framvatnanefnd sagði frá að áformuð er lærdómsferð vegna grisjunar Löðmundarvatns í júní og hvetur félagsmenn að taka þátt í verkefninu í sumar. Þetta sé síðasta sumarið sem félagið samdi um grisjun og vonandi náum við að ljúka því með stæl. Nokkrar vangaveltur koma upp í framhaldi varðandi hvað verður þegar grisjunarstarfi okkar lýkur og því var svarað með því að það hafi verið rætt við veiðifélag Landmanna að vatnið yrði nýtt áfram af þeim eftir grisjun og vinna Ármanna fari því ekki fyrir bí. Fleiri félagsmenn báðu um orðið og hvöttu alla til að koma og grisja. Það var rætt hvort ekki sé hægt að hafa fundi félagsins almennt í gegnum netið líka svo þeir sem fjarri eru geti tekið þátt og það vel var tekið í það.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 21:12

 

Leave a Reply