Árleg Hlíðarvatnshreinsun veiðifélaganna við Hlíðarvatn í Selvogi verður laugardaginn 24. apríl. Ármenn munu samkvæmt venju sjá um að þrífa vesturströndina frá Mosatanga (14) í Nauthólma (1) við ósinn.
Vegna samkomubanns og 2ja metra reglu verður aðgangur að Hlíðarseli takmarkaður á laugardaginn vegna vinnu innanhúss, ekki verður boðið upp á heita máltíð eins og verið hefur, en hressing á staðnum í hádeginu fyrir þá félagsmenn sem sjá sér fært að mæta og taka þátt.
Gert er ráð fyrir hefja þrif um og eftir kl.9:00, hádegishressing kl.12 og eftir það geta þeir sem hönd hafa lagt á plóginn reynt fyrir sér í vatninu.
Þeir sem sjá sér fært að mæta eru beðnir um að láta vita með tölvupósti á armenn@armenn.is þannig að unnt sé að áætla veitingar í hádeginu