Hlíðarvatnsdagurinn 13.júní

Sunnudaginn 13. júní gefst veiðifólki frábært tækifæri til að veiða í Hlíðarvatni í Selvogi án endurgjalds, frá klukkan 09-17. 

Það eru veiðifélögin við vatnið sem bjóða uppá daginn og er algjörlega kjörið að koma við hjá einhverju félagana og fá ráðleggingar um bestu veiðistaðina og hvaða flugur hafa verið að gefa best í sumar. Leyfilegt agn í vatninu er fluga og spónn og gestir eru beðnir um að virða lausagöngubann hunda við vatnið. Veiðimenn eru beðnir um að skrá afla hjá einhverju félaganna við vatnið áður en haldið er heim á leið, vonandi eftir ánægjulegan dag við Hlíðarvatn.

Í Hlíðarseli Ármanna geta svangir veiðimenn og konur þegið léttar veitingar um hádegsbil en grillið verður heitt og pylsurnar og kaffið jafnvel enn heitari.

Veiðifélögin sem standa að Hlíðarvatnsdeginum eru Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss, Ármenn, Stangaveiðifélagið Árblik og Stangveiðifélagið Stakkavík

Hér  má nálgast upplýsingar um vatnið sem vert er að kynna sér en einnig er hægt að kynna sér upplýsingar um veiðistaði og flugur í hinum frábæra Hlíðarvatnsbæklingi hér

 

Leave a Reply