Starfsemi Ármanna í janúar

Kæru félagar.

Nú þegar er nokkuð liðið á Janúarmánuð og félagsstarf okkar hefur oft verið með mestum blóma á þessum tíma. Margir hafa oft byrjað að hnýta flugur fyrir komandi sumar. Kynningar á nýjum veiðistöðum hafa verið margar og gefið fólki hugmyndir að nýjum miðum að sækja á.

Eins og ástandið er í faraldrinum sér stjórn Ármanna sér ekki fært að halda félagastarfi áfram í janúar með fræðslukvöldum og „Skegg og skotti“ eins og verið hefur á mánudögum og miðvikudögum. Við hvetjum menn til að pósta árangri í hnýtingum á Facebook síðu okkar. Veiði saga með flugunni skaðar ekki.

Þorrablót Ármanna sem vera átti 22. janúar fellur niður af þessum orsökum.

Við vonum að við getum safnast saman að nýu í febrúar ef veiran leyfir.

Við minnum á að við umsóknir í Hlíðarvatn þarf að styrkja umsóknir með fleiri félögum. Sérstaklega í maí og júní. Einn félagi með 3 stangir er sjaldgæft að gefi árangur á þessum tíma.

Leave a Reply