Minnum á forúthlutun í Hlíðarvatni og árgjald 2022

Kæru félagar. Við minnum á forúthlutun í Hlíðarvatni, en umsóknarfrestur til að sækja um rennur út 31. janúar. Vinsamlegast athugið að til þess að eiga rétt á veiðileyfum þarf að vera búið að greiða árgjaldið 2022.

Eins og undanfarin ár hefur verið mikil aðsókn í veiðidaga í maí og júní. Þá getur borgað sig að vera í hópumsókn með fleiri félögum.

Umsóknarsíðu fyrir forúthlutun í Hlíðarvatni má finna hér.

Vinsamlegast gætið þess að umsókn sé rétt útfyllt áður en hún er send inn. Einstaka umsóknir hafa borist þar sem A-umsókn hjá sama félagsnúmeri er á mörgum umsóknum.

Þann 26. janúar verður hægt að koma við í Árósum á milli kl 20:00 og 22:00 og fá aðstoð við umsóknir fyrir þá sem vilja.

Kveðja,
Stjórnin

Leave a Reply