Kæru félagar.
Nú er úthlutun umsókna í Hlíðarvatn lokið og eftir nokkra daga ættu samþykktar umsóknir að fara í heimabanka umsækjenda.
Greidd veiðileyfi í heimabanka gildir sem veiðileyfi.
Mjög mikil aðsókn var í Hlíðarvatn í ár. Allir stangardagar seldust upp í maí og júní fyrir utan einn stangardag í júní. Júlí seldist líka að mestu upp og töluverð ásókn var í ágúst og september daga, enda getur verið góð veiði í vatninu yfir allt sumarið.
Mikið af sterkum hópumsóknum bárust og fengu forgang á þeim dögum sem sótt var um. Reynt var að hafa samband við alla sem ekki náðu inn dögum og reynt að færa yfir á aðra lausa daga.
Nú geta félagsmenn sótt um lausa stangardaga og gildir reglan fyrstir koma, fyrstir fá. Eftir mánudaginn 14. febrúar verða svo óseldir dagar settir í almenna sölu á veida.is.
Hægt er að sækja um þá lausu daga sem eftir eru með því að senda skilaboð á síðunni. Lausa daga og nánari upplýsingar má finna hér.
Kveðja, Stjórnin.