Dagskrá vetrarins

Stjórn Ármanna kom saman til síns fyrsta fundar eftir sumarfrí þann 25. september og gekk frá drögum að dagskrá vetrarstarfsins 2018 – 2019. Að vanda er hugur í stjórn að fylgja eftir því öfluga starfi sem verið hefur í félaginu á liðnum árum og í fullvissu þess að félagsmenn bregðist vel við þegar liðsinnis þeirra verður óskað í vetur, setur stjórnin fram dagskrá með hefðbundnum fyrirvara um breytingar.

Að þessu sinni eru einstaka dagskrárliðir ekki tíundaðir sérstaklega, heldur er lögð áhersla á að geta fastra liða í starfi félagsins sem og fræðslu- og kynningarkvölda sem á dagskrá verða. Hver dagskrárliður verður kynntur sérstaklega þegar nær dregur með umfjöllun á heimasíðu og í fésbókarhópi félagsmanna. Vonir standa til að unnt verði að halda félagsmönnum upplýstum með fréttum úr félagsstarfinu með tölvupóstum í vetur, en til þess að það sé unnt vantar stjórn ennþá tölvupóstföng ríflega 70 félagsmanna. Félagsmenn sem telja sig vera í hópi þeirra sem enn vantar upplýsingar um eru hvattir til að senda stjórn tölvupóst hið fyrsta á armenn(hjá)armenn.is

Skildu eftir svar