Veiðistaðakynning Hólaár og grisjunaruppgjör 2. mars

Miðvikudagskvöldið 2. mars kl 20:00 verður opið hús í Árósum.
Dagskrá mun hefjast á því að Ármaður nr. 964, Baldur Már Pétursson fer með okkur í ferðalag á suðurlandið, nánar tiltekið að bökkum Hólaár sem rennur milli Laugarvatns og Apavatns. Baldur mun segja okkur frá ánni og veiðinni þar.
Þegar Hólaárkynningu er lokið ætlar stjórnin að gera upp grisjunina í Löðmundarvatni síðasta sumar og taka við fyrirspurnum um allt er það mál varðar.
Vonumst til að sjá sem flesta.

Leave a Reply