Skegg og skott 29.okt.

Fyrsta hnýtingarkvöld Ármanna veturinn 2018 – 2019 verður haldið í kvöld, mánudagskvöldið 29. október og hefst að vanda kl. 20:00 stundvíslega í Árósum, Dugguvogi 13.

Miðað við það fjaðrafok sem varð víða um land s.l. helgi má alveg eins gera ráð fyrir að fluguhnýtarar hnýti úr rjúpufjöðrum. Til gamans ætlar formaður félagsins að mæta með nokkrar rjúpufjaðrir þannig að lánlausir félagsmenn sem ekki náðu góðu miði um helgina þurfa ekki að sitja hjá í kvöld.

Heitt á könnunni og brakandi kex á boðstólum.

Skildu eftir svar