Veiðistaðakynningar Hólaár og Kvíslavatns 23. mars

Miðvikudagskvöldið 23. mars n.k. verða tvær veiðistaðakynningar í Árósum. Annars vegar mun Ármaður #964, Baldur Már Pétursson mun segja frá Hólaá sem rennur á milli Laugarvatns og Apavatns og hins vegar verður sagt frá Kvíslavatni á Sprengisandsleið og verður það í höndum félaga #861, Kristjáns Friðrikssonar. Þetta verður án efa mjög fróðlegt enda þessi tvö veiðisvæði mjög ólík á allan hátt. Kynningarnar hefjast kl 20:00 og við vonumst til að sjá sem flesta á staðnum.

Leave a Reply