Skegg og skott 5.nóv

Síðasta mánudag hittust Ármenn á fyrsta hnýtingarkvöldi vetrarins í Árósum. Fáum sögum fer af hnýtingum það kvöldið en félagsmenn áttu notalega stund, gerðu nýliðið sumar upp og skeggræddu komandi vetur. Einhverjar flugur bárust í tal, menn viðuðu að sér upplýsingum um fengsælar flugur hjá félögunum og því má gera ráð fyrir að einhverjar sem ‘gleymdust’ í sumar verði settar á dagskrá hnýtingakvöldanna.

Næsta hnýtingarkvöld er einmitt á morgun, mánudaginn 5. nóvember og hefst að vanda kl.20:00 og hver veit nema einhverjar umræddra flugna verði þá til í þvingum Ármanna.

Eins og venjulega verður heitt á könnunni og kex í bakkanum góða.

Skildu eftir svar