Vorið er handan við hornið – dagskrá næstu vikna

Ágætu Ármenn.
Með hækkandi sól og dirrindíi lóunnar er ekki laust við að veiðifiðringurinn fari að gera verulega vart við sig. Við Ármenn ætlum samt að reyna að nýta þá daga vel sem eftir eru af vetri og stefnum að því að hafa þónokkra dagskrá út vorið.
Veiðitímabilið hefst 1. apríl og fara þá margir að reyna sig við sjóbirting. Því er vel við hæfi að þemaflugan 28. mars, í síðasta skeggi og skotti fyrir sjóbbaopnun verði ein ástsælasta birtingsfluga Íslands, Black Ghost.
4. apríl vendum við síðan okkar kvæði í kross og höfum þurr- og foam-flugu þema.
11. apríl mun síðan Ármaður #315 Jón Bragi Gunnarsson koma og sýna okkur handtökin við nokkrar flugur sem hafa reynst honum vel.
Miðvikudaginn 6. apríl verður fræðslukvöld í Árósum og verður það auglýst betur þegar nær dregur.
Vorfagnaður Ámanna verður haldinn í Árósum 9. apríl kl. 14:00 og stendur til kl 17:00.
Hlíðarvatnshreinsun er svo á dagskrá milli kl 10:00 og 17:00 þann 23. apríl.
Í maí mun skegg og skott breytast í kast og kjaftæði þar sem Ármenn hittast á Klambratúni til að slá rykið af græjum og liðka kastvöðva fyrir átök komandi sumars.
Bestu kveðjur,

Stjórn Ármanna

Leave a Reply