Kynning vetrardagskrár

Miðvikudagskvöldið 7. nóvember verður létt kynning á vetrardagskrá Ármanna í Árósum, Dugguvogi 13, kl. 20:00  Farið verður lauflétt yfir vetrardagskránna og auk þess ætlar varaformaður vor, Hjalti Hjartarson að segja frá þeim möguleikum sem félagsmenn geta nýtt sér til að heimsækja fluguveiðisýningar erlendis á komandi ári.

Nýir félagar eru hvattir til að mæta og kynnast föstum- og tilfallandi dagskrárliðum í starfi félagsins þennan veturinn.

Heyrst hefur að Hjalti hafi kynnt sér áætlunarferðir sameinaðs flugfélags til eyjar skammt vestan meginlands Evrópu á nýju ári og hafi jafnvel þegar fest sér miða, utan og heim aftur. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Árósa á miðvikudagskvöldið og forvitnast frekar um ferðaáætlun varaformannsins.

Heitt kaffi á könnunni að venju og hver veit nema kexboxið verði opnað.

Skildu eftir svar