Byrjandinn nálgast Framvötnin – 6. apríl

Miðvikudagskvöldið 6. apríl kl 20:00 í Árósum ætlar Ármaður #859, Hjalti Hjartarson að segja frá kynnum sínum af Framvötnunum. Hjalti er nýbyrjaður að fara í Framvötnin og vill deila reynslu sinni af því að koma „grænn“ að þessum vötnum og hvernig honum hefur vegnað í veiðinni þarna uppfrá síðan hann fór að mæta á þetta skemmtilega veiðisvæði. Vonumst til að sem flestir láti sjá sig á þessu síðasta fræðslukvöldi vetrarins, bæði þau sem ekki hafa komið á svæðið og langar að vita meira um það sem og þau sem eru hokin af reynslu og vilja deila henni.

Leave a Reply