Skegg og skott 12.nóv.

Samkvæmt venju er hnýtingarkvöld Ármanna á morgun, mánudaginn 12. nóvember. Staður og stund: Árósar, Dugguvogi 13, kl.20:00

Eins og kunnugir vita, þá er útibú Ármanna að störfum undan strönd Afríku um þessar mundir. Því flaug fyrir að vegna mikilla hnýtinga væru kanarífuglar orðnir afar sjaldséðir á eyjunum og hefði því verið brugðið á það ráð að hnýta úr gangstéttarkjúklingi (dúfum).

Hvort einhverjir ætli að hnýta úr dúfum á mánudagskvöldið verður að koma í ljós, best er að kíkja sjálfur og athuga málið. Kaffi og kex eins og venjulega og trúlega verður heldur ekki neinn skortur á veiðisögum og öðru eyrnakonfekti.

Skildu eftir svar