Skegg og skott 19.nóv

Það vill svo skemmtilega til að 19. nóvember ber upp á mánudag þetta árið og því geta menn fagnað með því að mæta á Skegg og skott, hnýtingarkvöld Ármanna sem haldið verður að venju í Árósum, Dugguvogi 13 og hefst kl. 20:00

Það hefur verið jafn og góður stígandi í hnýtingarkvöldunum þennan veturinn og ef að líkum lætur þá verður einhver fjöldi Ármanna og áhugasamra sem mætir í Árósa á mánudagskvöldið.
Kaffi og Sæmundur á boðstólum og hver veit nema hann bregði sér í sparifötin, bara vegna þess að það er mánudagur.

Skildu eftir svar