Skegg og skott 26. nóv.

Nú fer hver að verða síðastur að sækja hnýtingarkvöld Ármanna í nóvember, síðasta kvöldið er á mánudaginn og hefst stundvíslega kl.20:00 í Árósum, félagsheimili Ármanna að Dugguvogi 13.

Þegar litið er yfir veiðibækur má oft og iðulega sjá nefnda flugu sem heitir Nobbler að eftirnafni en Dog að fornafni. Ármenn hafa ákveðna og mjög sterka tengingu við þessa flugu, en undanfarin ár hefur Nobbler orðið fyrir erfðablöndun í mjög ríku mæli, jafnvel vaxið á hann lappir, orðið eineygður og þar frameftir götunum.

Hnýtarar eru hvattir til að mæta næsta mánudagskvöld og hnýta einhverja þá flugu sem þeir telja líkjast Dog Nobbler og þá skiptir engu hverju nafni sem hún nefnist. Þeim sem tekst að nafngreina allar flugurnar og ónefnt gítargoð á meðfylgjandi mynd hlotnast nafnbótin Marabou meistari Ármanna 2018.

NobblerOgCo

Skildu eftir svar