Aðventukvöld Ármanna 2022

Miðvikudagskvöldið 7. desember verður aðventukvöld Ámanna haldið í félagsheimili Ármanna, Árósum, Hverafold 1-5 og hefst það kl 20:00. Hefð hefur myndast fyrir því að hafa bókakynningu á aðventukvöldum Ármanna og mun Ármaður #478, Stefán Jón Hafstein koma og segja okkur frá nýútkominni bók sinni, Heimurinn eins og hann er. Einnig mun Silli kokkur mæta og kynna bók sína um villibráð og bjóða hana til sölu ásamt ýmsu góðgæti.

Að venju verður boðið upp á heitt súkkulaði og með því.

Kv. Stjórnin

Leave a Reply