Þorrablót Ármanna 21. janúar

Loksins – loksins fá Ármenn aftur tækifæri til að fagna Þorra – síðan 2020! Fyrsta Þorrablótið í nýju Árósum við Hverafold er framundan!

Við ætlum að eta og drekka af hjartans lyst og skemmta okkur hvert með öðru við gamanmál, söng og tónlist, og styrkja böndin við félagana. Ármenn munu ekki spara veiðisögurnar ef að vanda lætur.

  • Ræðumaður kvöldsins er Hilmar Finnsson fyrrverandi formaður.
  • Lúðrasveit Vatnsdals leikur nokkur vel valin sumarlög sem vekja upp hugljúfar minningar um veiðisumarið á veröndinni í Steinkoti. Stjórnandi er Brjánn Ingason.
  • Fjöldasöngur við undirleik Guðmundar Hauks, og hinsta lambið verður skorið á háls með tilþrifum eins og venjulega.

Húsið verður opnað kl. 19:00, matur fram borinn kl. 19:30. Léttar veitingar á barnum.

Við hvetjum menn til að skrá sig sem fyrst, í gömlu Árósum var alltaf fullt og troðið í hverja smugu. Byrjum í nýju Árósum með stæl!

Leave a Reply