Forúthlutun 2023

Kæru félagar. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í forúthlutun félagsmanna í Hlíðarvatn í Selvogi fyrir sumarið 2023.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar og eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum. Ef það vantar aðstoð við að sækja um á netinu má hafa samband og við munum aðstoða við umsóknina.

Vinsamlegast kynnið ykkur vel reglur um úthlutun og fyrirkomulag hópumsókna.

Maí og júní dagarnir eru lang vinsælastir. Þá borgar sig að gera hópumsókn með fleiri félögum til að auka líkur á að fá þann dag sem manni langar í. Við viljum þó benda á að þótt maí og júní séu vinsælastir, þá getur verið mjög góð veiði allt sumarið.

Umsóknarformið má opna með því að smella á hnappinn hér að neðan:

FORÚTHLUTUN FÉLAGSMANNA:
SÆKJA UM Í HLÍÐARVATNI

Leave a Reply