Euro-nymphing kvöld í Árósum 25. janúar

Ágætu Ármenn

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með því sem gerist í heimi fluguveiði að aðferðir sem kenndar er við ýmis lönd evrópu og kallast einu nafni euro-nymphing hafa vaxið gríðarlega í vinsældum undanfarin ár. Það er oft talað um að engin aðferð sé öflugri þegar veiða á laxfiska í straumvatni enda beita öll fluguveiði-landslið þessari aðferð í gríð og erg þegar sóst er eftir verðlaunasæti í keppnum.

En hvað er euro-nymphing? Hvernig er aðferðinni beitt og hvaða búnað þarf til að byrja að feta veg þessarar vinsælu aðferðar. Hægt verður að fá svör við þessu (og fleiru) á euro-nymphing kvöldi  í Árósum miðvikudaginn 25. janúar kl 20:00. Þá kemur einn reynslumesti euro-nymphari Íslands, Ingólfur Örn Björgvinsson til okkar og fræðir um þessa aðferð og hans reynslu af því að beita henni. Það má slá því föstu að þetta verður skemmtilegt og fræðandi erindi.

Stjórnin

 

Leave a Reply