Veiðisögusamkeppni í tilefni 50 ára afmælis Ármanna

Kæru félagar.

Í tilefni af 50 ára afmælinu verður efnt til veiðisögusamkeppni meðal félagsmanna.

Keppt verður um bestu veiðisöguna. Hún þarf ekki að vera sönn en það getur hjálpað og má ekki hafa birst áður. Þriggja manna dómnefnd velur. Við matið verður horft til málfars, skemmtanagildis, dýraverndunar- og náttúrusjónarmiða. Skila ber sögunni rafrænt til trúnaðarmanns keppninnar (Karl Alvarsson #985 ásamt dulnefni karlalv@armenn.is). Hámark ein A4 síða í 12p letri.

Áskilin er réttur félagsins til birtingar á verðlaunasögunni á heimasíðu félagsins. Aðrar álitlegar sögur sem koma til greina geta hlotið verðlaun með skilyrði um birtingu.

Fyrstu verðlaun allt að andvirði 50 þúsund krónur (gjafakort og veiðidagur í Hlíðarvatni á besta tíma). Verðlaunasagan verður lesin upp á afmælisgleðinni 4. mars.

Leave a Reply