Kæru félagar.
Í tilefni af 50 ára afmælinu verður efnt til veiðiflugusamkeppni meðal félagsmanna.
Keppnin skiptist í tvo flokka og ráða menn hvort þeir taka þátt í báðum flokkum keppninnar eða einungis einum þeirra.
Keppnin felst í að hnýta frumsamda flugu, annað hvort púpu eða straumflugu eða hvort tveggja.
Hver keppandi skilar einungis einni flugu í hvorum flokki.
Ein verðlaun verða veitt fyrir straumflugu og önnur fyrir púpu.
Til viðmiðunar við val á bestu flugunni verður litið til eftirfarandi þátta:
- hlutföll flugunnar
- efnisfrágangur þ.e. þéttleiki og tæknileg hlið hnýtingarinnar
- hversu vel efnisval hæfir flugugerðinni
- „eftirlíkingarstig“ þ.e. hversu góð eftirlýking er flugan
- frumleiki / nýbreytni í efnisvali
Forskrift og efnisval er frjálst en hnýta skal flugur á eftirfarandi gerðir króka eða samsvarandi:
- Púpa: Kamasan B110 Grubber #10
- Straumfluga. Kamasan B800 #4
Fyrir hvorn flokk skal skila flugu í 2 umslögum (umslag í umslagi). Annað umslagið sé lokað og merkt að utan með tilbúnu auðkenni/heiti (ekki nafni) keppanda). Inni því umslagi er nafn keppanda. Það umslag ásamt púpu og/eða straumflugu sé í öðru umslagi merktu „Veiðiflugukeppni Ármanna“.
Skila þarf flugu til þátttöku fyrir 25. febrúar nk. Rétt að koma umslaginu á einhvern stjórnarmann eða fulltrúa í dómnefndinni. Einnig má senda í póst á Ármenn, veiðiflugusamkeppni Hverafold 1-3, 112 Reykjavík.
Veitt verða ein verðlaun í hvorum flokki allt að andvirði 50 þúsund krónur (gjafakort og veiðidagur í Hlíðarvatni á besta tíma).
Góða skemmtun.