Boðað er til aðalfundar Ármanna í Árósum, Hverafold 1-3, miðvikudaginn 8. mars 2023 kl 20:00.
Rétt til setu á aðalfundi, kosningarétt og kjörgengi hafa allir skuldlausir félagar. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Fundargerð síðasta fundar.
- Skýrsla formanns um starfsemi stjórnar og fastanefnda.
- Endurskoðaðir reikningar.
- Lagabreytingar.
- Ákvörðun árgjalds.
- Kosning formanns.
- Kosning stjórnarmanna.
- Kosning skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs rann út þann 15. janúar. Jóhann Hannesson, Karl Alvarsson og Sigurjón Þorvaldsson bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu næstu 2 ár. Hjörtur Oddson býður sig til áframhaldandi formannssetu næstu 2 ár. Umboð Baldurs Sigurðssonar er 1 ár í viðbót.
Sigurður Kristjánsson og Eiður Kristjánsson bjóða sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu.
Tvö framboð bárust. Guðmar Guðmundsson og Brjánn Ingason bjóða sig fram í stjórn.
Jafnmargir bjóða sig fram í ár og hætta og er því sjálfkjörið í stjórn.
Lagt er til að við 5. gr. laganna verði bætt nýrri málsgrein sem verður 2. mgr. og orðast svo:
Félagi sem náð hefur 70 ára aldri getur sótt um niðurfellingu á hálfu árgjaldi til stjórnar.
Núverandi önnur málsgrein verður þriðja málsgrein.
Greinin orðast þá í heild svona:
5. grein
Félagsgjöld o.fl.
Nýr félagi greiðir árgjald við inngöngu í félagið og telst þá fullgildur félagsmaður. Árgjald skal ákveðið á aðalfundi. Gjalddagi árgjalds er 1. janúar. Aðeins skuldlausir félagar fá úthlutað veiðileyfum. Skuldi félagi árgjöld fyrir tvö ár eða meira má stjórnin fella hann af skrá.
Félagi sem náð hefur 70 ára aldri getur sótt um niðurfellingu á hálfu árgjaldi til stjórnar.
Umsækjandi um aðild að félaginu eftir lokun veiðisvæða greiðir fyrst félagsgjald árið eftir
Húsnefnd skal annast umsjón og ber ábyrgð á rekstri félagsheimilis Ármanna. Nefndin setur sér starfsreglur sem samþykktar skulu af stjórn.
Hlíðarvatnsnefnd skal annast umsjón og ber ábyrgð á rekstri veiðihúss félagsins við Hlíðarvatn. Nefndin setur sér starfsreglur sem samþykktar skulu af stjórn.
Allar meiriháttar ákvarðanir nefnda vegna rekstrar skal bera undir stjórn.
Einnig er starfrækt uppstillingarnefnd sem kosið er í á aðalfundi til eins árs. Nefndin tekur á móti framboðum til stjórnarsetu og sér til þess að amk. ein stjórnaruppstilling liggi fyrir fyrir boðun aðalfundar.
Stjórnin hefur heimild til að skipa aðrar nefndir, sem sjá um afmörkuð verkefni í starfsemi félagsins sem og fulltrúa til að gæta hagsmuna þess á öðrum vettvangi.
Félagar eru hvattir til að mæta á aðalfund félagsins og taka þannig þátt í afgreiðslu mála og bera upp erindi og/eða fyrirspurnir undir liðnum Önnur mál.