Félagsfundur um Framvötn

Almennur félagsfundur Ármanna um Framvötn og mögulega aðkomu félagsins að fiskræktarstarfi þar verður haldinn í Árósum, miðvikudaginn 28. nóvember kl. 20:00

Stjórn Ármanna hefur átt samtöl við Veiðifélag Landmannaafréttar og starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar á Suðurlandi og fyrir liggur hugmynd að aðkomu Ármanna að fiskræktarstarfi í Framvötnum á komandi árum.

Á fundinum mun formaður Ármanna kynna þær hugmyndir sem fram hafa komið og stjórn hefur fjallað um. Ekki er loku fyrir það skotið að félagsmenn gætu notið þátttöku sinnar í verkefninu með ýmsu móti, til að mynda með stækkun veiðisvæðis og lægri kostnaðar veiðileyfa. Farið verið nánar yfir þær hugmyndir á fundinum, þannig að það er um að gera að mæta og kynna sér málið.

Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið í Frostastaðavatni, Eskihlíðarvatni og Löðmundarvatni síðustu tvö sumur, staðfesta það álit kunnugra að þéttleiki fiskjar í þessum vötnum er langt umfram það sem lífríki þeirra bera. Það er alveg ljóst að einskiptisaðgerðir duga ekki til þess að vinna á offjölgun bleikjunnar, langtímaáætlunar er þörf og það er alveg ljóst að fyrir höndum er mikið verk, kjósi Ármenn að leggja þessu lið og njóta afraksturs erfiðisins.

Á fundinum verður jafnframt farið yfir aflatölur síðasta sumars úr Framvötnum.

Leave a Reply