Minnum á viðburði laugardaginn 4. mars í tilefni af 50 ára afmæli félagsins.
Opið hús í Árósum frá 13:00-16:00:
- Landsþekktir snillingar í hnýtingum sem eru félagsmenn í Ármönnum, munu sýna listir sínar í fluguhnýtingum.
- Leiðbeint verður um efni til hnýtinga.
- Sýndar verða flugur þekktra hnýtara.
Að kvöldi 4. mars verður afmælisgleði í Árósum. Dagskráin hefst kl. 20.
Framsögur:
- Guðni Kolbeinsson
- Bragi Guðbrandsson
- Tónlistastjóri Ármanna, Guðmundur Haukur slær á strengi
Boðið verður upp á léttar veitingar á kostnaðarverði. Félagar hvattir til að mæta.