Vetrarstarfið hefst 30. október

Kæru félagar.

Nú styttist í að vetrarstarfið fari aftur í gang hjá Ármönnum. Við hefjum starfið með Skegg og Skott annað kvöld kl 20:00 í Árósum. Hnýtingarkvöld verða svo reglulega á mánudögum eins og undanfarin ár. Þar er upplagt fyrir byrjendur að kynna sér fluguhnýtingar.

Við komum til með að hafa eins og áður fræðslukvöld tvisvar í mánuði. Fræðslukvöld verða með mörgum áhugaverðum erindum um lífríki, fluguveiðar ásamt veiðistaðalýsingum. Við munum nánar auglýsa efni þessa funda þegar nær dregur. Auglýsinar verða settar á heimasíðuna og á Facebook hópinn “Ármenn fyrir félaga eingöngu”.

Þorrablót og Vorfagnaður verður líka eins og undanfarin ár.

Dagskrá vetrarins er kominn á vefinn.

Í vetur ætlum við vikulega að tilnefna Flugu vikunnar. Við segjum frá flugu sem hefur vakið áhuga okkar, hefur veitt vel og við kannski aðeins breytt flugunni sem hefur gefið okkur veiði. Fyrstu flugurnar hafa þegar birst á Facebook hóp Ármanna, en við stefnum á að setja þær líka inn á heimasíðuna.

Vonumst til að sjá sem flesta í Árósum í vetur.

Leave a Reply