Ný heimasíða og áskrift

Ný heimasíða félagsins er að taka á sig endanlega mynd þessa dagana og ný virkni að líta dagsins ljós.

Á liðnum árum hafa félagar kallað eftir því að fá fréttir af félagsstarfinu sendar með tölvupósti og stjórn hefur reynt að verða við því eins og kostur er. Eins hefur færst í aukanna að velunnarar félagsins vilji koma tilboðum á framfæri við okkur og hafa þau verið send með tölvupósti þegar svo ber undir.

Framvegis verður allt efni sem á erindi til félagsmanna sett inn á heimasíðuna og því viljum við benda öllum á að skrái sig í áskrift að síðunni, þá fer ekkert framhjá neinum. Eina sem þarf að gera er að skrá tölvupóstfang í þar ætlaðan reit hér neðst á síðunni og staðfesta síðan beiðnina með því að smella á tengil sem sendur verður í tölvupósti.

Þessu tengt en þó ekki alveg. Því miður vantar stjórn enn upplýsingar um tölvupóstföng um það bil fjórðungs félagsmanna og því biðlum við enn og aftur til þeirra sem sakna frétta af félaginu að senda stjórn skilaboð þannig að við getum þétt félagatalið. Þetta á einnig við um þá sem skipt hafa um tölvupóstföng á liðnum árum, við fáum alltaf töluverðan fjölda af tölvupóstum til baka vegna þess að viðtakandi þekkist ekki. Hægt er að senda stjórninni skilaboð með réttu póstfangi með því að smella hérna.

Vitaskuld halda Ármenn áfram að skjóta inn fréttum og ýmsu því sem þeim brennur á hjarta inn á Fésbókarhóp félagsmanna, þeim sem ekki hafa enn skráð sig þar er bent á að láta nú loksins verða að því að smella hérna og skrá sig í hópinn.

Leave a Reply