Áætlun til framtíðar

Ármenn fjölmenntu í Árósa í kvöld, miðvikudagskvöldið 28. nóvember og ræddu aðkomu félagsins að fiskræktarstarfi í Framvötnum og þá sér í lagi í Löðmundarvatni.

Eins og vænta mátti og í anda félags sem lætur sér annt um náttúruna, þá voru undirtektir og hugur fundarmanna einhuga í þá átt að leggja þessu máli lið sitt og þegar hafa 28 félagsmenn skráð sig reiðubúna að leggja sitt að mörkum við grisjun Löðmundarvatns.

Stjórn félagsins mun nú taka þetta mál áfram og lyfta því af hugmyndastigi yfir á skipulagsstig og ræða það í þaula við Veiðifélag Landmannaafréttar. Glærur og stutta samantekt af fundinum má finna í lokuðum hópi félagsmanna á Facebook Ármenn – Fyrir félaga eingöngu.

Á Facebook má einni finna upptöku af fundinum fyrir þá sem ekki sáu sér fært að mæta í kvöld, nokkuð sem greinilega mæltist vel fyrir því fjöldi félagsmanna fylgdist með beinni útsendingu.

Skildu eftir svar