Mánudagsafsláttur

Mánudagar eru hnýtingadagar hjá Ármönnum og af því tilefni veitir Vesturröst öllum Ármönnum 25% afslátt af hnýtingavörum á mánudögum. Það er óþarft að kynna Vesturröst fyrir félagsmönnum Ármanna, verslunin hefur um árabil stutt starf okkar með ráðum og dáð og nú bjóða þeir enn betur með þessu mánudagsafslætti.

Nýjum félagsmönnum sem ekki hafa fengið sent félagsskírteini er bent á að taka með sér staðfestingarpóst um félagsaðild sem þeim var sendur, bara svona rétt til vonar og vara þannig að starfsmenn í Vesturröst virkji afsláttinn þeirra.

Nú er lag að renna nú yfir hnýtingaefnið sitt og versla það sem uppá vantar, nú eða bara kíkja niður í Vesturröst á mánudögum og athuga hvað er nýtt af nálinni hjá þeim. Svo má ekki gleyma þeim sem eiga ekkert hnýtingarefni eða græjur, hvoru tveggja fæst auðvitað í Vesturröst.

Það vill einmitt svo skemmtilega til að næsta mánudag, 3. desember er næsta hnýtingakvöld Ármanna í Árósum, Dugguvogi 13 og hefst að vanda kl.20:00 og þá er nú ekki verra að vera búin(n) að skjótast niður á Laugaveg 178 og birgja sig upp.

 

Skildu eftir svar