Fræðslukvöld 5.des. – Arnarvatnsheiði

Arnarvatnsheiðin hefur að geyma fjöldann allan af vötnum, ám og lækjum og möguleikarnir nánast óteljandi. Veiðifélag Arnarvatnsheiðar og Tvídægru selur veiðileyfi í þessa paradís norðanmegin (Húnaþing vestra) ásamt að bjóða uppá gistingu í skálum við Arnarvatn Stóra.

Ármenn bjóða Kjartan Þórisson velkominn í heimsókn miðvikudagskvöldið 5.12 þar sem hann stiklar á sínum uppáhaldsveiðistöðum á heiðinni. Fræðslukvöldið hefst að vanda kl.20:00 stundvíslega og er að venju í Árósum, Dugguvogi 13.

 

Leave a Reply