Skegg og skott 7. janúar

Það má ekki tæpara standa, fyrsti mánudagur á nýju ári, fyrsti mánudagur eftir jól og Skegg og skott kemur til baka úr jólafríi. Allt þetta raðast saman á mánudaginn 7. janúar og hann er einmitt á morgun.

Að vanda verður heitt á könnunni þegar Ármenn koma saman í Árósum, Dugguvogi 13, klukkan 20:00 (stundvíslega) og hnýta flugur eða skeggræða um lífsins gagn og nauðsynjar. Hver veit nema einhverjir félagsmenn, já eða utanfélagsmenn, mæti með einhverjar skemmtilegar hnýtingargræjur sem jólasveinninn færði þeim seint á síðasta ári. Það er alltaf gaman að skoða nýtt dót.

Skildu eftir svar