Kynning á veiðileyfum 2019

Miðvikudaginn 9. janúar dregur til tíðinda hjá Ármönnum, því þá verður opnað fyrir umsóknir í forúthlutun 2019. Að því tilefni verður fræðslukvöldið tileinkað kynningu á veiðileyfaframboði sumarsins, eins og það stendur núna.

Að venju verður Hlíðarvatn í Selvogi í heiðursæti Ármanna og hægt verður að sækja um alla daga frá 2. maí til 30. september, að sunnudeginum 9. júní undanskildum því þann dag veiða allir frítt á Hlíðarvatnsdeginum.

Aukin heldur býðst Ármönnum upp á Fossá fyrir ofan og neðan Hjálparfoss, Ytri Rangá fyrir ofan og neðan Árbæjarfoss, ásamt klakveiði í Eystri Rangá í júní. Félagsmenn eru beðnir um að hafa í huga að verð þessara svæða eru sérverð fyrir Ármenn eingöngu og óvíst að þessi verð bjóðist á almennum markaði.

Kynningarkvöldið hefst að vanda kl.20:00 í Árósum, Dugguvogi 13 og félagsmenn eru hvattir til að mæta því farið verður sérstaklega yfir úthlutunarreglur og fyrirkomulag umsókna á vefnum.

Skildu eftir svar