Þorrablót Ármanna 2019

Þorrablót Ármanna verður haldið þann 26. janúar 2019. Þetta er skemmtun sem enginn má láta fram hjá sér fara, enda hefur húsfyllir verið í Árósum undanfarna áratugi að þessu tilefni.

Að vanda verður kostnaði stillt í hóf og hægt að láta ofan í sig kjamma og annað góðmeti eins og enginn verði morgundagurinn. Ræðumaður kvöldsins situr nú sveittur við ræðuskrif, raddbönd liðkuð í öðrum hverjum bílskúr fyrir samsöng og undirleikari félagsins hefur tekið nokkrar fingraæfingar eins og honum er einum lagið.

Hittumst, etum, drekkum, syngjum og verum glöð. Skráningu á Þorrablótið má staðfesta með því að fylla formið út hér að neðan eða senda tölvupóst á armenn@armenn.is með sömu upplýsingum.

Leave a Reply