Skegg og skott 21. janúar

Það viðrar ef til vill ekki sérstaklega vel til fluguveiða þessa dagana og eflaust þyrfti mikið þyngri flugu en þessa til að komast niður til fisksins. En, það er alltaf hægt að stytta sér stundir þangað til ísinn hopar og þá er alveg tilvalið að kíkja á hnýtingarkvöld Ármanna, Skegg og skott, mánudaginn 21. janúar kl.20:00

Alltaf heitt á könnunni og kex á bakka, allir velkomnir.

Skildu eftir svar