Opið hús í Árósum í kvöld

Frestur til að skila inn umsóknum í forúthlutun veiðileyfa rennur út í kvöld, 23. janúar. Að því tilefni verða stjórnarmeðlimir til aðstoðar félagsmönnum sem enn eiga eftir að skila inn umsókn(um) í Árósum frá kl. 20:00 – 22:00 í kvöld.

Stefnt er að því að svara umsóknum strax í byrjun næstu viku og greiðslubeiðni send í heimabanka félagsmanna. Í byrjun febrúar fara síðan lausir dagar í sölu til félagsmanna eingöngu og gildir þá fyrstur kemur, fyrstur fær.

Bókanir á Þorrablót Ármanna sem fram fer á laugadaginn hafa gengið vel og útlit er fyrir góða mætingu en nokkur sæti eru enn laus. Þeim sem eiga eftir að bóka sig er bent á að skila má inn bókun með því að smella hérna.

Að lokum vill stjórn minna félaga á að kíkja eftir ógreiddum árgjöldum í heimabönkum sínum, eitthvað hefur enn ekki skilað sér sem óhjákvæmilega verður til þess að útsending skírteina til þeirra sem þegar hafa greitt getur tafist. Eins og kunnugt er veitir aðild að Ármönnum margvísleg fríðindi, svo sem afslætti hjá velunnurum félagsins, veiðileyfi að Fjallabaki og svo auðvitað rétt á kaupum veiðileyfa á sérkjörum Ármanna.

Skildu eftir svar