Þorrablót og fleira

Enn eru nokkur sæti laus á Þorrablót Ármanna sem haldið verður laugardaginn 26. janúar 2019. Að vanda munu félagsmenn skemmta sér og öðrum með misjafnlega sönnum veiðisögum, gamanmálum og fjöldasöng eins og þeim einum er lagið. Þeir sem enn eru í einhverjum vafa um að mæta er bent á að þau sæti sem eftir eru munu væntanlega bókast fljótt og því um að gera að skrá sig á blótið hér að neðan.

Af öðrum málum í brennideppli Ármanna er það helst að frétta að umsóknarfrestur um veiðileyfi í forúthlutun rann úr á miðnætti og við tekur uppröðun leyfa með tilliti til forgangs sem skráður var á umsóknir.

Á meðan úthlutunarnefnd vinnur sín störf er auðvitað tilvalið að bregða sér í sparidressið og mæta á Þorrablótið á laugardaginn.

Skildu eftir svar