Norðfjarðará

Miðvikudaginn 30. janúar ætlar félagi vor, Björn Grétar Sveinsson að kynna Norðfjarðará fyrir Ármönnum, en af þeirri á hefur hann mikla og góða reynslu. Væntanlega koma hagræði og kostir ákveðinna gagna eitthvað við sögu, en sagnir herma að þar inni sé einstaklega hentugt að skipta úr hversdagsklæðnaði yfir í alvöru galla, þ.e. veiðigalla.

Árósar opna stundvíslega kl.20:00 og auðvitað verður heitt á könnunni.

Skildu eftir svar