Febrúarflugur 4. feb.

Líkt og undanfarin tvö ár opna Ármenn dyr sínar upp á gátt fyrir hnýturum og áhugamönnum um fluguhnýtingar í febrúar og styðja þannig við bakið á hnýtingarátakinu Febrúarflugur sem FOS.IS stendur fyrir.

Félagar í Ármönnum eru hvattir til að mæta í Árósa, mánudagskvöldið 4. febrúar kl.20:00, hnýta nokkrar flugur og vera óragir við að segja frá og leiðbeina áhugasömum gestum.

Eins og áður segir, þá eru mánudagskvöldin í Árósum í febrúar öllum opin, jafnt félagsmönnum sem öðrum, reyndum hnýturum og óreyndum og síðast en ekki síst öllum sem áhuga hafa á að kynnast flugum, fluguhnýtingum og starfi Ármanna.

Skildu eftir svar